spot_img
HomeFréttirHaukur: Við náðum fyrsta högginu á þá

Haukur: Við náðum fyrsta högginu á þá

 Haukur Helgi Pálsson var að vonum brattur eftir sigur Íslands á Bretlandi í kvöld og sagði að þrátt fyrir að Bosnía væri í öðrum klassa heldur en Bretarnir þá færu þeir til Bosníu til að sigra.  Haukur var ekki spar á hrósið til félaga síns Martin Hermannssonar. Haukur gerði sér lítið fyrir og sló á strákinn “Mann leiksins” og óhætt að taka undir það með Hauk sem þó átti glimmrandi góðan leik með 24 stig, 9 fráköst og frábæra takta í varnarhlutverkinu gegn þessum “Big Ben” strákum. 
 
 
Fréttir
- Auglýsing -