365 miðlar tóku upp á því að loka ESPN Classic sem þeir hafa verið með í sýningu undanfarin ár á Fjölvarpi sínu en þess í stað hófu þeir sýningar á ESPN America. Við þessi skipti opnast sá möguleiki að fylgjast með háskólaboltanum í Bandaríkjunum ef marka má dagskrá þeirra.
Þetta er lítil breyting fyrir þá sem hafa sjónvarp Símans en stöðin hefur verið sýnd hjá þeim undanfarin ár.
Eins og fram hefur komið spilar Haukur Pálsson og félagar í Maryland gegn Duke í kvöld og verður leikurinn sýndur á ESPN America kl. 02:00 og aftur á morgun, fimmtudag, kl. 13:00 og kl. 20:00.
Fyrir þá sem eru með Digital Ísland myndlykil þá þarf mögulega að leita aftur af stöðinni en hún er staðsett á rás 43 á lyklinum. Fyrir þá sem ekki hafa Digital Ísland lykil ætti stöðin að detta inn á sömu rás og ESPN Classic var.
Hægt er að kynna sér allt það sem er í boði með því að skoða dagskrá ESPN America