Það getur oft verið erfitt að mæta liði sem hefur skipt um þjálfara. Liðsmenn þjappa sér saman og ætla sér svo sannarlega að taka sigur á hvaða andstæðing sem er. Það átti svo sem alveg við í kvöld þegar Tindastólsmenn mættu Njarðvíkingum í 32. liða úrslitum bikarsins. En allt kom fyrir ekki því það voru Njarðvíkingar sem fóru með 66:63 sigur á gestum sínum eftir að Haukur Helgi Pálsson setti niður loka þrist leiksins þegar um 2 sekúndur voru á klukkunni og um leið sendi Stólana í árs "Bikar leyfi"
Leikurinn í heild sinni var stál í stál. Jafnt var á flestum tölum hjá liðunum þó svo að Tindastólsmenn höfðu komið sér í forskot í þriðja fjórðung og haldið því megnið af þeim fjórða. Seigla koma heimamönnum svo aftur inní leikinn og líkt og stigaskorið gefur til kynna þá var leikurinn svo sem ekkert konfekt áhorfar. Mikið af mistökum á báða bóga og t.a.m. höfðu Njarðvíkingar tapað 14 boltum strax í fyrri hálfleik. Þeir luku leik með 21 tapaðan bolta.
Einhverju skárra var það hjá Tindastól en augljóst að þeir höfðu hróflað mikið í leik sínum eftir að hafa sagt upp Pieti Poikola nú fyrr í vikunni. Kári Maríasson var við stjórnvölinn að bjarga málunum og hugsanlega hefði hann ekkert getað gert þetta miklu betur að þessu sinni. Uppi varð hinsvegar mál eftir leik að þeir Tindastólsmenn hefðu beðið um leikhlé þegar Haukur setti niður þristinn og um 2 sekúndur enn á klukkunni. En Tindastólsmenn hófu hinsvegar sóknina þar sem Pétur Rúnar dripplaði uppað miðju og lét flakka skot sem hefði jafnað leikinn.
Liðin nokkuð álíka að styrk þó svo að undirritaður telji að Tindastólsmenn séu aðeins öruggari í sínum aðgerðum. Sóknarleikur heimamanna var vandræðalegur á köflum í leiknum og ótímabær og erfið skot voru að hefja sig til flugs. Öllu að óvörum hinsvegar voru það gestirnir sem settu í loftið fleiri þrista en heimamenn sem hafa verið duglegir hingað til í því. Að einhverju leiti liggur kannski tapið hjá TIndastól þar því þeir settu aðeins 6 af 33 þristum niður.
Erlendur leikmaður Tindastóls á svo sannarlega að vera betri en það sem hann sýndi í kvöld ef miðað er við þá væntingar sem undirritaður hefur heyrt talað um. Jerome Hill er langt frá því að vera í formi og spurning hversu þolinmóðir menn í Skagafirðinum eru með það.
Það er þó skammt stórra högga á milli því liðin mætast aftur á fimmtudag í Ljónagryfjunni og þá í deildinni. Ef miðað er við leik kvöldsins má búast við styrjöld.
Mynd/Texti: SbS