spot_img
HomeFréttirHaukur með 9 fyrir Maryland: Árni kominn aftur á ról

Haukur með 9 fyrir Maryland: Árni kominn aftur á ról

 
Maryland tók á móti Wake Forest skólanum í gær í ACC riðli bandarísku háskóladeildarinnar í körfuknattleik. Lokatölur voru 91-70 Maryland í vil svo sigurinn var nokkuð þægilegur. Haukur Helgi Pálsson átti fínan dag með Maryland og spilaði í 17 mínútur. 
Haukur gerði 9 stig í leiknum, tók 3 fráköst og gaf 1 stoðsendingu. Haukur setti niður þrjú skot í teignum og einn þrist. Næsti leikur Maryland er gegn Longwood skólanum þann 9. febrúar næstkomandi.
 
Helena Sverrisdóttir og TCU tóku á móti San Diego State skólanum í gær og höfðu 63-52 sigur í leiknum og þar með náði TCU að loka tveimur tapleikjum sem komu þar á undan. Helena skoraði 10 stig fyrir TCU á 33 mínútum en hún var einnig með 6 stoðsendingar og 3 fráköst. Næsti leikur TCU er gegn UNLV þann 9. febrúar en um þessar mundir er TCU í 2.-3. sæti með Wyoming skólanum en BYU er á toppi Mountain West riðilsins með 8 sigra og 1 tapleik á meðan TCU og Wyoming eru 7-2.
 
Þá tapaði UTPA sínum fjórða leik í röð í gær þegar liðið tók á móti Chicago State skólanum. Lokatölur leiksins voru 79-86 Chicago State í vil. María Ben Erlingsdóttir lék í 6 mínútur hjá UTPA og skoraði 4 stig og stal einum bolta. Eftir leikinn í gær er UTPA í sjötta og næst neðsta sæti í Great West Conference riðlinum með 1 sigur og 6 tapleiki.
 
Þá var Árni Ragnarsson í liðinu hjá Huntsville Chargers í gær þegar liðið hafði sigur á West Florida skólanum í 2. deild NCAA háskóladeildarinnar en ofantalin Íslendingalið, Maryland, TCU og UTPA eru í 1. deild NCAA háskóladeildarinnar.
 
Árni fékk að sýna sig í 1 mínútu í leiknum í gær sem Huntsville vann 77-64. Ein mínúta fyrir nagla eins og Árna er nóg en kappinn náði sóknarfrákasti og splæsti í eina villu. Flott að sjá kappann kominn aftur á ról en hann hefur verið óheppinn með meiðsli undanfarið en þetta var annar leikurinn í röð þar sem hann er í hópnum hjá Huntsville. Sigurinn í gær var svo níundi sigurleikur Chargers í röð!
 
Vésteinn Sveinsson var einnig á ferðinni með Marshalltown skólanum í gær en Marshalltown er einnig í 2. deild NCAA háskóladeildarinnar. Því miður vantar úrslit leiksins en Marshalltown hafði tapað tveimur leikjum í röð áður en Iowa Western kom í heimsókn.
 
Fréttir
- Auglýsing -