spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaHaukur Helgi er vonlaus áhrifavaldur "Ætlaði einhverntíman að reyna að vera þessi...

Haukur Helgi er vonlaus áhrifavaldur “Ætlaði einhverntíman að reyna að vera þessi týpa”

Haukur Helgi Pálson Briem, leikmaður íslenska landsliðsins og Unics Kazan, var gestur í síðustu upptöku af Boltinn Lýgur Ekki. Í þættinum fór hann yfir ferilinn til þessa, stöðuna í dag, framtíðina og margt fleira. Haukur var spurður út í þau kynslóðaskipti sem hafa verið að eiga sér stað í landsliðinu og hvernig honum lítist á framtíð liðsins.

Fór Haukur nokkuð vel yfir alla hluta þess að vera atvinnumaður í körfubolta, en hann hefur meira en minna leikið sem slíkur fyrir utan landsteina Íslands síðasta áratuginn.

Eitt af því er talið barst að var það hvort að Haukur væri í samstarfi með fyrirtækjum í gegnum samskiptamiðlareikninga sína. Sagði Haukur það vera af og frá því hann einfaldlega hefði það ekki í sér. Sagði hann konu sína hafa stungið upp á því á sínum tíma að hann léti á þetta reyna og yrði virkari á Instagram og öðrum stöðum, en hann hafi fljótt komist að því að hann væri ekki þessi týpa.

Hann hafi bæði reynt þetta með Nike fyrir nokkrum árum og síðan seinna með veitingastað. Hafi hann reynt að taka myndir og deila þeim, en á endanum hafi hann ekki haft það í sér. Sagði Haukur “Ég gat tjékkað mig inn á Facebook, hvar ég var…Ef þú ferð inná Facebook hjá mér, áttu eftir að sjá tjékkin og þetta er allt sami staðurinn” Þá talar hann um að hæfileikar hans á því sviði séu taldir og að hann þurfi iðulega að neita slíkum verkefnum.

Bætir hann þó við að honum þyki það frábært ef að íþróttamenn geti gert slíka hluti til þess að auka tekjur sínar og að hann viti af fullt af leikmönnum sem eru að fá fullt út slíkri samvinnu. Segir hann það þurfa að vera ákveðna týpu, sem hann einfaldlega sé ekki.

Viðtalið við Hauk er hægt að nálgast í heild hér, sem og inni á iTunes, en umræðan um vonlausan feril áhrifavaldsins má finna á 01:29:00.

Fréttir
- Auglýsing -