Haukur Helgi Pálson Briem, leikmaður íslenska landsliðsins og Unics Kazan, var gestur í síðustu upptöku af Boltinn Lýgur Ekki. Í þættinum fór hann yfir ferilinn til þessa, stöðuna í dag, framtíðina og margt fleira. Haukur var spurður út í þau kynslóðaskipti sem hafa verið að eiga sér stað í landsliðinu og hvernig honum lítist á framtíð liðsins.

Þrátt fyrir að vera aðeins 27 ára gamall í dag, þá hefur Haukur spilað meira en minna fyrir utan landsteina Íslands síðustu 12 ár. Haukur fer í þættinum í gegnum þennan fjölbreytta feril og segir sögur frá hverjum einasta stað sem hann var á, en meðal annarra liða sem Haukur hefur verið á mála hjá er Montverde akademían og Maryland háskólinn í Bandaríkjunum, lið í ACB á Spáni, deildir í Svíþjóð, Frakklandi og Rússlandi, sem og að sjálfsögðu árið sem hann tók með Njarðvík í Dominos deildinni.

Boltinn lýgur ekki er í boði Dominos og eru hlustendur minntir á að nota afsláttarkóðann “karfan.is” þegar pantað er með Dominos appinu eða á dominos.is. Þá er upptakan einnig í boði Kristalls, sem er það eina sem stjórnendur drekka á þeim dögum sem upptökur fara fram.

Gestur: Haukur Helgi Pálsson Briem

Umsjón: Davíð Eldur og Sigurður Orri

Dagskrá

00:00 – Létt Hjal

04:00 – Upphafið og Fjölnir

12:00 – Montverde og Maryland

24:00 – Sögur úr mennskunni – ACB, Þýskaland og Svíþjóð

41:00 – Árið með Njarðvík

48:00 – Þrjú ár í Frakklandi

55:00 – Barist við birni í vestur Rússlandi og boð í Summer League

01:17:00 – Líf atvinnumannsins

01:29:00 – Vonlaus áhrifavaldur

01:31:00 – Besta lið sem Haukur hefur spilað með

01:37:00 – Þróun landsliðsins síðustu ár og framtíðin

01:53:00 – Hvert er Haukur að fara?

01:58:00 – Lögreglumaðurinn Haukur Helgi

02:02:00 – Hvern er erfiðast að dekka?

02:05:00 – Draumalið samherja