spot_img
HomeFréttirHaukur Helgi er klár í leikinn gegn Bretum

Haukur Helgi er klár í leikinn gegn Bretum

Haukur Helgi Pálsson lenti í hnjaski í leiknum gegn Bosníu þegar hann fékk hné á öðrum leikmann í lærvöðvann í þriðja leikhluta og þurfti að fara af velli vegna þessa. Hann snéri ekki aftur til leiks en er orðinn góður núna og tilbúinn í leikinn gegn Bretum á morgun.
 
Karfan.is náði tali af honum þar sem hópurinn var nýbúinn að koma sér fyrir á hótelinu í London í gærkvöldi. Aðspurður um ástandið á sér sagði hann að hann hafi bólgnað allur upp eftir höggið en væri allur að koma til núna. “Ég er fínn og ég spila. Það er engin spurning,” bætti hann við. 
 
Haukur spilaði lítið gegn Bosníu í Tuzla þar sem hann lenti snemma í villuvandræðum og þurfti svo að fara af vellin eins og áður sagði.
 
Haukur fékk það hlutverk að dekka Mirza Teletovic fyrst þegar hann kom inn á og sagði það erfitt verkefni. “Þetta er bara beast. Hann virtist hafa svo lítið fyrir hlutunum inni á vellinum.”
 
Ísland mætir Bosníu aftur í 27. ágúst nk. og þá í Höllinni. 
 
Fréttir
- Auglýsing -