20:50
{mosimage}
Haukar eru komnir í 2-1 í einvígi sínu gegn Hamri í Iceland Express deild kvenna eftir 59-55 sigur á Ásvöllum í kvöld. KR tókst það sem þeim hefur ekki tekist í sex síðustu úrslitakeppnum, að vinna fyrsta leikinn og þeir gerðu það með glans, unnu Breiðablik með 48 stigum, 123-75 sem er fjórði stærsti sigurinn í sögu úrslitakeppninnar. Þá vann Keflavík nágranna sína úr Njarðvík 96-88 eftir spennandi leik. Jason Dourisseau var atkvæðamestur KR inga gegn Blikum, skoraði 29 stig og tók 11 fráköst en stigahæstir leikmaður Iceland Express deildarinnar, Nemanja Sovic, skoraði 31 stig fyrir Blika og tók 13 fráköst.
Í Keflavík var nýji maðurinn hjá Keflavík, Jesse Pellot Rosa atkvæðamestur með 29 stig og 12 fráköst en hann kom í morgun frá Kaupmannahöfn, lék í gærkvöldi með SISU í Roskilde þar sem hann spilaði 20 mínútur og skoraði 19 stig. Heath Sitton var stigahæstur Njarðvíkinga með 25 stig.
Slavica Dimovska var stigahæst Haukastúlkna með 23 stig en LaKiste Barkus skoraði 19 stig fyrir Hamar.
Næstu leikir liðanna eru þriðjudaginn 17. mars.