spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaHaukar verða í evrópukepni á næstu leiktíð

Haukar verða í evrópukepni á næstu leiktíð

Alþjóða körfuknattleikssambandið, Fiba kynnti í gær þau lið sem skráð eru til leiks í evrópukeppnum kvenna á næstu leiktíð (Euroleague og Euro Cup). Ljóst er að orðið á götunni var rétt eftir allt en lið Hauka er skráð til leiks í Euro Cup á næstu leiktíð.

Fimmtán ár eru síðan kvennalið frá Íslandi var skráð til leiks í evrópukeppni og voru það einmitt líka Haukar það árið. Haukar þurfa að fara í gegnum undankeppni til að komast áfram í riðlakeppnina og er ljóst að liðið er í neðsta styrkleikaflokki og verður verkefnið því ærið.

Haukar hafa hinsvegar styrkt sig rækilega í sumar og ber það hæst að nefna Helenu Sverrisdóttur, einn besta leikmann Íslandssögunnar sem snýr aftur í uppeldisfélag sitt. Einnig hefur liðið samið við Heiden Denise Palmer um að leika með liðinu en fyrir er öflugur kjarni sem leiddur er af körfuknattleikskonu Íslands árið 2020, Söru Rún Hinriksdóttur.

Ekki er komin dagsetning á hvenær undankeppnis leikirnir fara fram en ljóst er að spennandi verkefni er framundan hjá liði Hauka sem stýrt er af Bjarna Magnússyni.

Fréttir
- Auglýsing -