Dominos deildar kvenna og karla lið Hauka hefur sent erlenda leikmenn sína frá félaginu í ljósi aðstæðna. Staðfestir félagið þetta í samtali við Körfuna fyrr í dag.
Mun karlaliðið hafa sagt alfarið upp samningi sínum við hinn bandaríska Shane Osayande og mun hann ekki koma aftur.
Þá er bakvörðurinn Hansel Atencia er á leiðinni í landsliðsverkefni með Kólumbíu, en samkvæmt félaginu má vera að hann komi aftur til liðsins í janúar, eða þegar leikar hefjast á ný. Svipaða sögu er að segja með Alyesha Lovett hjá kvennaliði félagsins, það er, að hún er farin frá félaginu þangað til aftur verður leikið eða eftir áramótin.