spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaHaukar senda erlenda leikmenn sína frá landinu

Haukar senda erlenda leikmenn sína frá landinu

Dominos deildar kvenna og karla lið Hauka hefur sent erlenda leikmenn sína frá félaginu í ljósi aðstæðna. Staðfestir félagið þetta í samtali við Körfuna fyrr í dag.

Mun karlaliðið hafa sagt alfarið upp samningi sínum við hinn bandaríska Shane Osayande og mun hann ekki koma aftur.

Þá er bakvörðurinn Hansel Atencia er á leiðinni í landsliðsverkefni með Kólumbíu, en samkvæmt félaginu má vera að hann komi aftur til liðsins í janúar, eða þegar leikar hefjast á ný. Svipaða sögu er að segja með Alyesha Lovett hjá kvennaliði félagsins, það er, að hún er farin frá félaginu þangað til aftur verður leikið eða eftir áramótin.

Fréttir
- Auglýsing -