spot_img
HomeFréttirHaukar með öruggan sigur gegn Garðbæingum

Haukar með öruggan sigur gegn Garðbæingum

Haukar fengu Stjörnuna í heimsókn í kvöld í Subway deild karla í næstsíðustu umferð deildarinnar. Haukar sátu í fjórða sæti fyrir leikinn og gera það enn eftir hann vegna sigurs Keflavíkur á Hetti. Haukar réðu yfir megninu af leiknum og unnu hann að lokum 99-86.

Gangur leiks

Leikurinn byrjaði með látum þar sem Stjarnan neiddist til að taka sitt fyrsta leikhlé eftir aðeins tveggja mínútna leik, enda undir 7-0. Ekki batnaði það hjá Garðbæingum þar sem Haukamenn voru komnir í 17-4 eftir innan við 4 mínútur. Haukar enduðu leikhlutann með 5 stiga forskot, 26-21.

Enn hélt sama saga áfram í öðrum leikhluta þar sem Haukar voru töluvert sterkari og náðu vel að stoppa gestina. Hilmar Smári var með 13 stig í fyrri hálfleik sem endaði 57-45.

Í þriðja leikhluta fóru hlutirnir að gerast fyrir Stjörnumenn og tókst þeim að narta í hælana á Haukamönnum með sterkari leik og aðeins eitt stig skildi liðin að eftir þriðja leikhluta.

Stjörnumenn byrjuðu loka leikhlutann af krafti og komust 3 stigum yfir. Sá munur flökti til og frá þar til Haukar tóku aftur forystuna og þá var ekki aftur snúið. Haukar enduðu leikinn 13 stigum yfir og lokatölur 99-86.

Lykilleikmenn

Darwin Davis Jr. átti ágætis leik og skilaði 29 stigum ásamt tveimur stolnum boltum. Norbertas Giga stóð sig einnig vel og skilaði tvennu, 13 stig og 11 fráköst.

Adama Darboe átti besta leik gestanna og skoraði 25 stig ásamt 8 stoðsendingum.

Fréttir
- Auglýsing -