spot_img
HomeSubway deildinSubway deild kvennaHaukar með góðan sigur í Blue höllinni

Haukar með góðan sigur í Blue höllinni

Keflavík tók á móti Haukum í Subway deild kvenna í Blue höllinni í kvöld. Liðin voru bæði með 10 stig í 4. og 5. sæti, Haukar unnu fyrstu viðureign liðanna og bæði lið í baráttu um sæti í úrslitakeppninni. 

Haukar byrjuðu leikinn mun betur og voru yfir 1 – 9 þegar Keflavík tók leikhlé eftir rúmlega þriggja mínútna leik. Keflvíkingar settu í kjölfarið í gírinn og þegar tæpar tvær mínútur voru eftir af fyrsta leikhluta tóku Haukar leikhlé í stöðunni 15 – 16. Hnífjafnt 18 – 18 eftir fyrsta leikhluta. 8 leikmenn komnar á blað hjá Keflavík en aðeins fjórar hjá Haukum. 

Liðin skiptust á körfum fyrstu mínúturnar. Keflavíkurstúlkur náðu síðan tveggja körfu forystu um miðbik leikhlutans. Haukar gerðu vel, komu sterkar til baka og komust tveim körfum yfir. Staðan í hálfleik 37 – 40 Haukum í vil. 

Heimastúlkur byrjuðu betur og voru komnar 5 stigum yfir um miðbik leikhlutans. Gestirnir voru þó ekkert á því að gefast upp og jöfnuðu leikinn þegar rúmlega þrjár mínútur voru eftir af leikhlutanum. Liðin skiptust á körfum og allt í járnum 54 – 54 fyrir fjórða og síðasta leikhluta. 

Haukastúlkur byrjuðu miklu betur og voru komnar með þægilega 10 stiga forystu þegar um 3 mínútur voru eftir leiks. Keflavík átti engin svör í fjórða leikhluta og góður sigur Hauka því í höfn. Lokatölur 72 – 80 Haukum í vil. 

Byrjunarlið: 

Keflavík: Tunde Kilin, Daniela Wallen Morillo, Katla Rún Garðarsdóttir, Anna Ingunn Svansdóttir og Eygló Kristín Óskarsdóttir. 

Valur: Tinna Guðrún Alexandersdóttir, Keira Breeanne Robinson, Briet Sif Hinriksdóttir, Elísabeth Ýr Ægirsdóttir og Helena Sverrisdóttir. 

Hetjan: 

Katla og  Eygló áttu fínan leik og Agnes María mjög góða innkomu af bekknum fyrir Keflavík. Hjá Haukum áttu Tinna Guðrún og  Bríet Sif báðar góðan leik og Lovísa Björt kom frábær inn af bekknum. Kiera Breeanne Robinson var þó langbest á vellinum, hún skilaði 24 stigum, 15 fráköstum og 9 stoðsendingum fyrir Hauka. 

Kjarninn: 

Hvorugt lið hitti neitt sérstaklega vel framan af leik. Haukar voru grimmari í fráköstum og hittu vel í fjórða leikhluta. Tunde og Daniela skoruðu ekki stig í þriðja eða fjórða leikhluta. 

Tölfræði 

Viðtöl: 

Lovísa Björt Henningsdóttir 

Bjarni Magnússon 

Hörður Axel Vilhjálmsson

Fréttir
- Auglýsing -