Haukar urðu á dögunum Íslandsmeistarar í ungmennaflokki karla.
Titilinn tryggðu Haukar sér eftir þriggja leikja einvígi gegn Stjörnunni/KFG. Fyrsta leikinn vann Stjarnan/KFG, en síðustu tvo Haukar. Úrslitaleikinn unnu Haukar með 11 stigum í Ólafssal, 100-89.
Að einvíginu loknu var Ágúst Goði Kjartansson valinn verðmætasti leikmaður úrslita, en hann skilaði 22 stigum, 2 fráköstum og 9 stoðsendingum að meðaltali í leik.
Hér fyrir ofan má sjá mynd af liðinu eftir að Íslandsmeistaratitillinn fór á loft á heimavelli þeirra í Ólafssal.
Mynd / KKÍ