spot_img
HomeFréttirHaukar í úrslit hjá konunum

Haukar í úrslit hjá konunum

20:50

{mosimage}

Það verða Haukastúlkur sem mæta KR í úrslitum Iceland Express deildar kvenna en Haukastúlkur sigruðu Hamar 65-69 eftir æsispennandi leik í Hveragerði í kvöld. Karlalið KR er komið í undanúrslit í Iceland Express deildinni eftir sigur á Blikum í Smáranum 75-102. Keflavík komst einnig í undanúrslit með 92-104 sigri á Njarðvík í Ljónagryfjunni. Jesse Pellot Rosa var í miklu stuði hjá Keflavík, skoraði 44 stig og tók 11 fráköst, hitti úr 18 af 20 vítum sínum. Heath Sitton var stigahæstur Njarðvíkinga með 24 stig.

Í Smáranum skoraði Jakob Örn Sigurðarson skoraði 20 stig fyrir KR en Nemanja Sovic var með 34 fyrir Breiðablik.

Kristrún Sigurjónsdóttir var stigahæst Haukastúlkna með 24 stig en Íris Ásgeirsdóttir skoraði 17 stig fyrir Hamar.

Fréttir
- Auglýsing -