22:59
{mosimage}
(Monika Knight var með 7 stig hjá Haukum í kvöld)
Haukar eru í bílstjórasætinu eftir 59-55 sigur á Hamri í undanúrslitum IE-deildar kvenna í þriðja leik liðanna sem hafði upp á allt að bjóða. Bæði lið spiluðu þéttar varnir á kostnað sóknarleiks og oft á tíðum sáust glæsileg tilþrif. Líkt og í öðrum viðureignum þessara liða í úrslitum var leikurinn jafn og spennandi og mátti litlu muna að sigurinn hefði endað Hamars meginn.
Haukar geta með sigri í Hveragerði á þriðjudag tryggt sig í úrslit IE-deildarinnar gegn Keflavík eða KR en það síðarnefnda er gjörsamlega búið að stilla Keflavík upp við vegg og leiða einvígið 2-0. Þriðji leikur þeirra er á morgun kl. 19:15 í Keflavík.
Telma Fjalarsdóttir skoraði fyrstu körfu Hauka og jafnframt fyrstu körfu leiksins en Julia Demirer var fljót að jafna fyrir gestina. Haukar komust fljótlega í 13-6 og tók það Hamar þrjár mínútur að minnka muninn í 13-8 með tveim vítum frá Fanneyju Guðmundsóttur. Hamar náði að minnka munin í þrjú stig 13-10 en Haukar komust í 16-10 með þriggjastigakörfu frá Kristrúnu Sigurjónsdóttur. Hamar skoraði næstu fjögur stig og Haukar leiddu með tveim eftir leikhlutann, 16-14.
Hamarsstúlkur komu vel stemmdar inn í annan leikhluta breyttu stöðunni í 22-16. Næstu mínútur skiptust liðin á að skora og leiða leikinn líkt og hefur verið í undanförnum leikjum. Hamar leiddi í hálfleik með einu stigi, 30-31, og virtust Haukar ekki finna glufu á sterkri vörn Hamars á þessum kafla. Á sama tíma voru Haukar að klikka úr auðveldum skotum og náði vörn Hamars að þvinga miðherja Hauka út úr teignum.
{mosimage}
(LaKiste Barkus var stighæst hjá Hamri. Hér er hún að fara sækja að körfu Hauka)
Upphaf þriðja leikhluta var líkt og annar leikhluti, liðin skiptust á að leiða, en í stöðunni 36-36 tóku Haukar öll völd á vellinum og var stíf svæðisvörn og pressa þeirra að skila þeim góðum körfum. Haukar breyttu stöðunni úr 36-36 í 48-36 og það var ekki fyrr en hálf mínúta var eftir af þriðja leikhluta sem að Hamar beit aðeins frá sér og leiddu Haukar með níu stigum eftir þriðja leikhluta, 48-39.
Haukar þurftu aðeins að halda fengnum hlut og passa að hleypa Hamri ekki of nálægt sér í fjórða leikhluta. Hamarsliðið gefst aldrei upp og þær berjast ávallt til síðasta blóðdropa og náðu að vinna sig aftur inn í leikinn með dugnaði sínum. Hægt og bítandi minnkuðu þær muninn þar til leikurinn var jafn á ný, 52-52, og þrjár og hálf mínúta eftir af leiknum. Haukastúlkur settu niður stórar körfur á næstu mínútum og breyttu stöðunni í 59-52 en Lakista Barkus náði að lauma niður þriggjastigakörfu um leið og leikklukkan gall. Leikurinn endaði því 59-55 og Haukar leiða einvígið 2-1.
Stigahæst hjá Haukum var Slavica Dimovska með 23 stig og 5 stoðsendingar og henni næst var Kristrún Sigurjónsdóttir með 12 stig og 6 stoðsendingar.
Hjá Hamri var Lakista Barkus með 19 stig og 4 fráköst og Julia Demirer var henni næst með 17 stig og 11 fráköst.
Myndir: [email protected]
{mosimage}
(Ari Gunnarsson þjálfari Hamars)