spot_img
HomeFréttirHaukakonur völtuðu yfir nýliða ÍR

Haukakonur völtuðu yfir nýliða ÍR

Lið Hauka og ÍR mættust í sínum fyrsta leik Subwaydeildar kvenna í Ólafssal í kvöld. ÍRingar voru án bandarísks leikmanns síns, en enn er verið að klára mál hjá vinnumálastofnun og fékk hún því ekki að spila. Haukar voru einnig án sinna sterkustu leikmanna, Lovísu Bjartar og Helenu Sverrisdóttur, en báðar eru þær meiddar.

Gangur leiks

Leikurinn byrjaði frekar jafnt en Haukakonur voru fljótari að finna taktinn og leiddu eftir fyrsta leikhluta, 19-11. Munurinn breikkaði um annan tug til viðbótar fyrir hálfleik og ljóst að Haukakonur voru löngu komnar á bragðið. Þriðji leikhluti byrjaði skemmtilega og eftir 6-0 byrjun var farið að skiptast á þristum, þar á meðal svakaþrist frá Nínu Jenný sem hafnaði fyrst í spjaldinu og tók tvo snúninga áður en boltinn fór í gegnum netið. ÍRingar náðu sér ekki á frekari skrið en þetta og staðan 75-42 eftir þriðja leikhluta. Fimm leikmenn Hauka voru komnar með 10+ stig eftir leikhlutann.
Ekki bötnuðu hlutir fyrir ÍRinga í lokaleikhluta leiksins og skoruðu þær aðeins 11 stig gegn 29 í leikhlutanum og lokastaðan 104-53 fyrir Haukum.

Atkvæðamestar

Keira Robinson átti frábæran endurkomuleik í Subwaydeildinni, en síðasti leikur hennar með Haukum var í undanúrslitum bikarkeppninnar í vor. Hún var með 17 stig, 10 stoðsendingar og 7 stolna bolta.
Aníka Linda Hjálmarsdóttir átti einnig hörkuleik með 16 stig og 13 fráköst.

Hvað næst?

Næsti leikur Haukakvenna er miðvikudaginn 28. september í Ólafssal gegn Val.

ÍRingar fá svo Fjölni í heimsókn þann 28. september.

Viðtöl úr leik

Myndasafn

Fréttir
- Auglýsing -