spot_img
HomeFréttirHattarmenn boða fagnaðarerindið

Hattarmenn boða fagnaðarerindið

Nýliðar Hattar eru nú langt komnir með vikulanga leikjapásu sína í Dominos deild karla. Þeir mættu ÍR í Hellinum síðast 11. mars, en næsti leikur þeirra er ekki fyrr en komandi fimmtudag 18. mars gegn KR heima á Egilsstöðum.

Mjög þétt verið spilað í deildinni síðan að yfirvöld gáfu grænt ljós á að fara mætti af stað aftur, en fyrir utan landsleikjahléið er þetta það lengsta sem liðið hefur á milli leikja.

Hattarmenn láta sér þó ekki leiðast, en líkt og kemur fram í færslu þeirra á samfélagsmiðlum er liðið að ferðast í nálægar sveitir til þess að kynna íþróttina og halda æfingar. Á laugardaginn síðasta voru leikmennirnir Bryan Alberts, Sigurður Gunnar Þorsteinsson, Eysteinn Bjarni Ævarsson, Michael Mallory og þjálfarinn Viðar Hafsteinsson mættir á Djúpavog til þess að boða fagnaðarerindið á Djúpavogi þar sem 30 iðkendur létu sjá sig.

Fréttir
- Auglýsing -