spot_img
HomeFréttirHáspenna í Hveragerði

Háspenna í Hveragerði

Hamar tók á móti Haukum í hörkuleik í Hveragerði í kvöld. Hamars-stúlkur komu ekki nægilega vel til leiks, annað en Haukastúlkur sem voru töluvert betri. Liðin skiptust á að hafa forystu en smátt og smátt fór bilið að aukast. Hauka-stúlkur komust yfir 12-14 og eftir það náðu heimastúlkur ekki að snúa leiknum sér í vil fyrr en undir lok fyrrihálfleiks. Staðan eftir 1. leikhluta var 17-23 fyrir gestunum.
 
 
Hamars-stúlkur komu gjörsamlega sofandi inn í 2. leikhluta og var staðan orðin 17-32 þegar þær náðu að pota niður fyrstu stigum sínum. Heimastúlkur söxuðu smátt og smátt á forskot gestanna og var staðan orðin 32-39 þegar um 3 mínútur voru til hálfleiks. Þá var eins og Hauka-vélin hefði stöðvast því að á seinustu 3 mínútunum komu 16 stig frá Hamri á móti einungis 4 hjá Haukum og var staðan 48-43 þegar flautað var til hálfleiks. Ljóst var að hvorugt liðið ætlaði ekki að gefa neitt eftir.
 
Mikið jafnræði var á með liðunum í 3. leikhluta og var staðan eftir hann 61-64 Hauka-stúlkum í vil.
 
Áfram hélt leikurinn og spennan var rétt að byrja. Nokkuð jafnræði var áfram á með liðunum en þó voru gestirnir nokkrum skrefum á undan og var staðan 70-73 fyrir Haukum þegar um 5 mínútur voru eftir.
 
Þetta var atburðarásin seinustu 30 sekúndurnar: Guðbjörg Sverrisdóttir brýtur á Heather Ezell og hún fer á vítalínuna. Ezell setur bæði og staðan orðin 80-84 og vonin farin að dvína hjá heimastúlkum. Koren Schram geysist upp völlinn eftir innkastið og klúðrar sniðskotinu og Ragna M. Brynjarsdóttir tekur frákastið. Schram brýtur á henni og Ragna fær 2 víti. Hún klúðrar báðum og Hafrún Hálfdánardóttir rífur niður frákastið, sendir á Schram sem skorar með 3. Stiga skoti. Staðan orðin 83-84.
Haukar eiga innkast og Telma Fjalarsdóttir missir boltann, Schram stelur honum, fer upp í 3. stiga skot og Ragna Margrét brýtur á henni og niðurstaðan 3 vítaskot þegar 4 sek. eru eftir. Schram stígur á vítalínuna og klúðrar 1. vítinu. Pressan var gríðarleg á Schram, en hún stóðst hana og setyir niður seinni 2 vítin og Hamars-stúlkur komnar yfir 85-84. Henning, þjálfari Hauka, tekur leikhlé og þær þá boltann á miðju. Ezell fær boltann, geysist að körfunni, en þar er Hafrún Hálfdánardóttir sem ver skotið glæsilega og kemur í veg fyrir að Ezell skori.
 
Niðurstaðan: 1 stigs sigur heima-stúlkna eftir frábærann leik: 85-84.
 
Stigahæstar hjá Hamri voru Koren Schram með 32 stig, 5 fráköst og 5 stoðsendingar. Næst á eftir henni kom Sigrún Ámundadóttir með 18 stig og 10 fráköst. Kristrún Sigurjónsdóttir var með 11 stig.
 
Hjá Hauka-stúlkum var Heather Ezell með 34 stig, 11 fráköst og 8 stoðsendingar. Næst á eftir henni kom Ragna Margrét með 17 stig og 12 fráköst og Telma Fjalarsdóttir með 15 stig og 8 fráköst.
 
 
Pistill: Jakob Hansen
Myndir: Sævar Logi Ólafsson
Fjöldi áhorfenda: 123
 
Á mynd: Koren Schram
Fréttir
- Auglýsing -