spot_img
HomeFréttirHáspenna í DHL höllinni

Háspenna í DHL höllinni

Það var háspenna í DHL höllinni í kvöld þar sem Hamar var í heimsókn, eftir æsispennandi lokamínútur fór svo að KR vann 91-88. Í Grindavík unnu heimamenn sinn fyrsta sigur á heimavelli á tímabilinu þegar þeir lögðu Stjörnuna 93-83. Á Sauðárkróki vann Keflavík góðan útisigur á Tindastól 88-69.
 
Páll Axel Vilbergsson var atkvæðamestur Grindvíkinga með 27 stig en Ómar Sævarsson skoraði 19 og tók 12 fráköst, hitti úr 15 af 17 vítum sínum. Justin Shouse skoraði 29 stig fyrir Stjörnuna og Jovan Zdravevski var með 22.
 
Sigurður Þorsteinsson og Rashon Clark voru allt í öllu hjá Keflavík á Króknum, Sigurður skoraði 25 stig og tók 15 fráköst en Clark skoraði 22 og tók 19 fráköst. Svavar Birgisson var stigahæstur heimamanna eins og oft áður með 22 stig auk þess sem hann tók 10 fráköst.
 
Eins og fyrr segir var spennan í DHL höllinni gríðarleg. Hamarsmenn leiddu lengstum en KR-ingar komust yfir undir lok leiksins og þegar 24 sekúndur voru eftir voru þeir einu stigi yfir og Hamar í sókn, Oddur Ólafsson fékk 2 víti þegar 9 sekúndur voru eftir og klikkaði á fyrra og því seinna og Tommy Johnson tók frákastið og Hamarsmenn brutu og 3 sekúndur eftir. Tommy hitti úr báðum og KR ingar unnu með þriggja stiga mun. Semaj Inge var stigahæstur KR inga með 27 stig en Ólafur Ægisson átti magnað innkomu í seinni hálfleik og skaut KR inga inn í leikinn. Í liði Hamars voru Marvin Valdimarsson og Andre Dabney stigahæstir með 27 stig hvor.
 
 
Mynd: [email protected]Páll Kolbeinsson mátti hafa fyrir sigrinum í kvöld
 
Fréttir
- Auglýsing -