spot_img
HomeFréttirHáspenna í 5 leikjum kvöldsins, 2 framlengingar

Háspenna í 5 leikjum kvöldsins, 2 framlengingar

Það má með sanni segja að það hafi verið rafmagnað andrúmsloft í öllum leikjum kvöldsins. Mesti munurinn var í Garðabæ þar sem Stjarnan vann Keflavík 107-91 en í tveimur leikjum var framlengt og fór annar í tvær framlengingar og í öðrum leikjum var munurinn ekki meira en 4 stig.
Fjölnir sigraði Njarðvík í Ljónagryfjunni 82-79, Tindastóll nældi sér í 78-74 sigurí Þorlákshöfn og á Ásvöllum sigraði ÍR með 2 vítum frá Robert Jarvis þegar 1 sekúnda var eftir.

Eftir æsispennandi lokamínútur í framlengingu sigraði KR Val 85-83 og í Stykkishólmi sigraði Grindavík 110-105 eftir tvíframlengdan leik.

Fréttir
- Auglýsing -