spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaHáspenna á lokasekúndum í Hertz-hellinum

Háspenna á lokasekúndum í Hertz-hellinum

Í kvöld mætti Tindastóll í heimsókn til ÍR-inga í Breiðholtið, leikurinn byrjaði frekar hægt og rólega en bættist ávallt við hraðann allt að loka mínútu leiksins. Tindastólskonur voru greinilega mættar til þess að berjast fyrir sigri en virtust ÍR-ingar vera lengi að vakna og fóru mun hægar af stað en þær eru vanar að gera. Tindastóll braut mikið í fyrsta leikhluta, og voru það allar skotvillur, má segja að það hafi haldið ÍR-ingum inn í fyrsta leikhluta. Þrátt fyrir að hafa farið hægt af stað þá voru ÍR-ingar aldrei langt á eftir Tindastól, Stólarnir byrjuðu þó að koma sér yfir og héldu því fram að lokasókn ÍR-inga, þar sem ÍR-ingar jöfnuðu leikinn.


Annar leikhluti byrjaði eins og sá fyrsti með stigum frá Tindastól, ÍR-ingar skiptu yfir í svæðisvörn í öðrum leikhluta sem að Tindastóll las vel, þær nýttu sér það til þess að keyra upp hraðan í leiknum og með hraðanum komu mistökin. Mikið af töpuðum boltum og mislukkuðum sendingum einkenndu annan leikhlutann, leikmenn beggja liða voru duglegir að fylgja hraða leiksins sem var líklegast ekki besti kosturinn fyrir ÍR. Tindastóll notfærði sér hraðann til þess að bæta í forskot sitt, og á sama tíma setti ÍR ekki sín fyrstu stig fyrr en á sjöttu mínútu (Sigurbjörg setti eitt stig af vítalínunni á annarri mínútu, en fyrsta karfan kom ekki fyrr en á sjöttu mínútu). Tindastóll svaraði svæðisvörn ÍR-inga með því að pressa eftir skorðar körfur og detta niður í svæðisvörn, pressan átti mikinn þátt í því að keyra upp hraðann í leiknum, og um leið hættu Tindastólskonur að brjóta sem hjálpaði þeim verulega í að byggja sitt forskot.


Þriðji leikhluti fór hægt af stað, staðan var 6:6 eftir fimm mínútna leik, á fjórðu mínútu leikhlutans breyttist taktur leiksins og ÍR „attitude-ið“ mætti á svæðið þegar að Birnu var skipt inná. Birna mætti á völlinn með mikil læti og lét fara mikið fyrir sér, hún skoraði fjögur stig, stal boltanum og fiskaði víti á rétt rúmri mínútu, þvílíkur fagmaður. Hún sá um það að rífa upp andann í ÍR liðinu og var allt annað að sjá þær spila. Um leið kom smá skjálfti í Tindastólskonurnar, þær brutu mikið og áttu erfitt með að halda boltanum. Það voru tæpar þrjár mínútur eftir af leikhlutanum þegar engin önnur en Birna kom ÍR-ingum yfir eftir að hafa stolið boltanum. Eftir það skiptust liðin á að skora og átti Tindastóll síðasta orðið þegar þær settu þrist þegar 30 sekúndur lifðu af leikhlutanum, en ÍR-ingum tókst ekki að svara fyrir sig á þeim tíma.


Ljóst var að fjórði leikhluti yrði æsispennandi og létu áhorfendur meira í sér heyrast, það sást strax frá upphafi leikhlutans að baráttan yrði mikil. Leikmenn stukku á boltann hvað eftir annað, voru óhræddir að pressa og stigu vel út. Liðin skiptust á forystunni fram að sjöttu mínútu, en þá fóru ÍR-ingar að síga fram úr, þær tóku 8:3 kafla á þremur mínútum og virtist leikurinn vera að falla með ÍR. Bolti var að rúlla með ÍR-ingum sem voru að koma sér yfir í leiknum eftir mikla baráttu, það þurfti einungis örlítið uppá til þess að þær myndu klára leikinn. En Tindastóll tekur varnarfrákast og setur stokkskot, ÍR tapar síðan boltanum og allt í einu á Tindastóll möguleikann á því að jafna leiki, eða koma sér yfir.


Þjálfari Tindastóls tekur leikhlé með 24 sekúndur eftir af leiknum, Tindastóll setur upp í kerfi og eftir mikið bras í sókninni tekur Tessondra stökkskot sem geigar, einhvern veginn nær Marín Lind sóknar frákasti, kemur boltanum út og hann endar hjá Tessondru sem tekur nú þriggja stiga skot og það steinliggur. ÍR tekur leikhlé, aðeins átta sekúndur eru til leiksloka, fyrsta sending er erfið og erfiðar leikstjórnandinn að halda boltanum, ÍR kemur sér að körfunni en klikkar úr sniðskotinu, Nína var með aðra höndina á frákastinu en nær ekki að halda boltanum og þar með rann tíminn út. Sigur Tindastóls því staðfestur, 63:64.

Tölfræði leiks

Myndasafn

Umfjöllun / Regína Ösp

Myndir / Bára Dröfn

Viðtöl

Fréttir
- Auglýsing -