spot_img
HomeFréttirHáskólaboltinn: Kári með sterka innkomu af bekknum

Háskólaboltinn: Kári með sterka innkomu af bekknum

Tímabilið í háskólaboltanum hófst í Bandaríkjunum fyrir stuttu með miklum fjölda leikja. Íslendingar hafa aldrei átt fleiri leikmenn sem spila þar eins og núna og því tilvalið að skoða hvernig tímabilið fór af stað fyrir okkar fólk: 

 

 

Hartford 73-87 Drexel 

Kári Jónsson spilaði 27 mínútur í góðum sigri Drexel á Hartford. Kári skilaði 12 stigum og 5 stoðsendingum í leiknum og var mjög sterkur. Leikurinn var fyrsti sigur Drexel en Kári fer vel af stað fyrir sitt lið.

 

 

Davidson 70-55 Missouri

Davidson fer vel af stað í háskólaboltanum en liðið vann sinn annan leik í gær gegn Missouri. Jón Axel Guðmundsson spilaði 26 mínútur og setti 7 stig. Við það bætti hann 3 fráköstum og 3 stolnum boltum.

 

 

North Texas 69-74 Rio Grande Valley

Hildur Björg Kjartansdóttir lék með liði sínu í gær í góðum sigri á Norður Texas háskóla. Hún endaði með 7 stig og 11 fráköst á 31 mínútu.

 

 

 

Fréttir
- Auglýsing -