Grindvíkingar fengu yfirhalningu í DHL Höllinni í gærkvöldi þegar liðið steinlá gegn Íslandsmeisturum KR. Undir lok leiksins gerði Magnús Þór Gunnarsson leikmaður Grindavíkur sig sekan um gróft brot á Brynjari Þór Björnssyni. Magnús hlaut að sökum brottrekstrarvillu og það réttilega enda um háskaleik að ræða.
Magnús mun að öllum líkindum taka út leikbann fyrir þetta háttalag sem er betur geymt annars staðar en í körfuboltanum. KR TV hefur sett atvikið inn á vef sinn hjá Vimeo.