Bandarísku leikmennirnir Lele Hardy og Shanae Baker-Brice verða með Njarðvíkingum á laugardag í Iceland Express deild kvenna þegar grænar heimsækja Val í Vodafonehöllina að Hlíðarenda. Sigfús Aðalsteinsson formaður KKD UMFN staðfesti þetta við Karfan.is í dag.
Leikmennirnir eru væntanlegir til landsins á morgun eftir hringsól til Bandaríkjanna sökum vandamála í pappírsvinnu við að framlengja dvöl þeirra á Íslandi. Hardy og Baker-Brice voru ekki með Njarðvík í síðustu umferð þegar liðið tapaði gegn Fjölni en þá voru þær í Bandaríkjunum á meðan beðið var eftir því að gengið yrði frá öllum tilskyldum leyfum fyrir þær.