spot_img
HomeFréttirHardy mun skarta andlitsgrímu í stórleik kvöldsins

Hardy mun skarta andlitsgrímu í stórleik kvöldsins

Bikarmeistarar Hauka taka á móti Íslandsmeisturum Snæfells í áttundu umferð Domino´s deildar kvenna í kvöld. Lele Hardy mætir til leiks með andlitsgrímu en hún gæti mögulega verið nefbrotin eftir samstuð á æfingu með Haukum.
 
 
„Ég vona að nefið sé ekki brotið en ég verð með grímu í kvöld, hef reyndar aldrei áður spilað með grímu. Ég átti að gera það einu sinni en tók hana strax af, ætla að reyna þetta í kvöld,“ sagði Hardy við Karfan.is í dag en það hefur reynst mörgum erfitt að setja upp grímu og halda svo af stað í kappleik. Viðkvæma svæðið þarf þó að vitaskuld að verja.
 
„Þetta verður stórleikur og við í Haukum þurfum að spila af krafti. Snæfell vann okkur í úrlsitum í fyrra og í fyrsta leik tímabilsins núna svo við eigum harma að hefna,“ sagði Hardy og tók einnig undir að það ætti að vera leikur einn fyrir Hauka að keyra sig í gang fyrir kvöldið eftir að hafa farið oft halloka undan viðureignum sínum gegn Snæfell síðustu misseri.
 
Fáir ef nokkrir hafa skartað jafn svaðalegum tölum og Lele Hardy hefur gert síðustu ár í íslenska kvennaboltanum en það sem af er þessari leiktíð eru þetta helstu tölur:
 
29,29 stig að meðaltali í leik
4,71 stoðsending að meðaltali í leik
20,71 frákast að meðaltali í leik
39,86 framlagsstig að meðaltali í leik
  
Fréttir
- Auglýsing -