Gregg Popovich þjálfari hefur haldið mínútum þeirra þriggja í lágmarki í vetur í þeirri von að þeir verði ferskir og eigi nóg eftir á tankinum fyrir úrslitin. Duncan hefur spilað 32,6 mínútur að meðaltali í úrslitakeppninni í ár og er með flestar mínútur leikmanna liðsins. Aðeins Duncan, Parker (30,2) og Kawhi Leonard (31,6) hafa leikið meira en 25 mínútur per leik í úrslitakeppninni! Athyglisvert verður að sjá hvernig “varamenn” Spurs standa sig í úrslitunum, þeir hafa fengið að spila mikið í vetur og í úrslitakeppninni líka og er því tilbúnir í slaginn. Gengi liðsins getur ráðist á því hvernig gengur að hemja LeBron og má ætla að Pop skipti um varnarmenn á hann og setji jafnvel Boris Diaw á hann hluta leikja til hvíla Leonard og Danny Green sem eflaust þarf að standa vaktina líka. Tiago Splitter verður einnig að sýna góðan leik sem og allt liðið en þriggjastiga skot Green, Leonad, Bonner og Belinelli verða að detta alla seríuna ef liðið á að ná fram sigri!
Hannes Birgir spáir Miami sigri
Ekki fór mikið fyrir spádómsgáfum hjá mér í úrslitum deildanna! Ég spáði Indiana og Oklahoma í úrslitum en bæði Heat og Spurs voru klárlega betri liðin í viðureignunum. Nú er því orðið ljóst að tvö bestu lið NBA deildarinnar Miami Heat og San Antonio Spurs mætast öðru sinni í úrslitum á tveimur árum!
Erfitt er að gera upp á milli liðanna tveggja – bæði liðin hafa spilað frábæran körfuknattleik og það eina sem hægt er að óska sér er að úrslitaviðureignin fari í sjö leiki til þess að hægt verði að njóta hágæða körfubolta sem lengst!
Miami vann titilinn fyrir ári og San Antonio lenti í vandræðum vegna meiðsla Tony Parker í fyrra og virðist svipað vera upp á teningnum núna en Parker hefur fundið fyrir eymslum í hásin og síðan í ökkla sem hélt honum frá seinni hálfleik í lokaleiknum gegn Oklahoma, spurning hvaða áhrif það hefur á leik Spurs en eflaust eru lítilsháttar meiðsli að hrjá flesta leikmenn liðanna sem eru búnir að spila eitthvað að ráði í úrslitakeppninni!
******************************************************
Úrslit NBA 2014 Miami Heat – San Antonio Spurs (1-1 í vetur)
Miami Heat er borið uppi af einum af besta leikmanni allra tíma – LeBron James – sem hefur stigið upp í úrslitakeppninni þegar liðið hefur þurft á því að halda og erfitt er að sjá einhvern einn leikmann Spurs stöðva hann en kannski hefur Popovich þjálfari ás upp í erminni til að leysa það vandamál innan Spurs liðsins. Dwyane Wade hefur verið að spila betur og betur eftir því sem liðið hefur á úrslitakeppnina, og virðast hnén ekki há honum mikið – hann er meira að segja farinn að setja þrista niður af meira öryggi en áður. Chris Bosh vaknaði loksins til lífsins í seríunni gegn Indiana og má segja að hann hafi átt stóran þátt í að Miami sigraði í þeirri rimmu. Ray Allen “besta þriggjastigaskyttan” í sögu NBA komst einnig í gang (loksins) þegar líða tók á úrslitakeppnina og ef fram heldur sem horfir mun hann bæta talsvert við metið yfir flestar skoraðar körfur utan þriggjastigalínunnar! Eric Spoelstra (hinn vanmetni) þjálfari Miami hefur leyft sér að stokka vel upp hverjir spila eftir því hver andstæðingurinn er. Það verður forvitnilegt að sjá hvernig hann spilar úr þessu gegn Spurs. Ekki ólíklegt að Chris Anderson fái fleiri mínútur ef hann er heill heilsu, Shane Battier einnig svo og Michael Beasley. Helsti veikleiki Miami er inni í teignum þar sem enginn eiginlegur miðherji er í liðinu, jú það er einn sem hefur ekkert spilað – Greg Oden – spennandi væri að sjá hann spila nokkrar mínútur gegn Tim Duncan!
Miami Heat vinna seríuna ef LeBron heldur áfram að sýna að hann er besti leikmaður NBA deildarinnar, ef þeir ná að verjast þriggjastigaskotum Spurs og ef Ray Allen verður í stuði!
Nokkrar tölur úr úrslitakeppninni hjá Miami
LeBron James 27,1 stig (56,2%), 6,8 fráköst, 5 stoðsendingar
Chris Bosh 15,2 stig (49,4%), 5,7 fráköst
Dwyane Wade 18,7 stig (51,9%), 3,9 fráköst, 4,3 stoðsendingar
Heat hefur skorað 99,1 stig og fengið á sig 92,1 að meðaltali í úrslitakeppninni
San Antonio Spurs hefur spilað virkilega áferðafallegan körfubolta í vetur og ekki síst í úrslitakeppninni og hefur verið hrein unun að horfa á liðið spila á köflum, alltaf gefin auka sending og oft nokkrar í viðbót sem hafa síðan gefið frítt skot. Margir hafa haft á orði að liðið minni á lið Boston Celtics frá 1985-1986 þegar Bill Walton lék með Larry Bird og félögum en það lið hefur jafnan verið talið eitt besta (ef ekki besta) lið NBA sögunnar. Athyglisvert verður að sjá hvort liðið nái að spila slíkan sóknarleik gegn kraftmikilli vörn Miami.
Tim Duncan er kjölfestan í Spurs liðinu þótt Tony Parker hafi hugsanlega verið besti leikmaður liðsins á köflum. Duncan er að koma að lokaárum síns ferils og ef hann vinnur titilinn núna spá sumir því að hann muni hætta keppni. Þá yrði Mark Cuban eigandi Dallas afskaplega glaður – liðið hans hefur of oft tapað fyir Duncan og félögum – að hans mati amk. Þríeyki Spurs þeir Duncan, Parker og Ginobili verða allir að mæta til leiks ef þeir ætla sér að sigra Miami en Ginobili átti afar dapra seríu í úrslitunum í fyrra og lenti oft í erfiðleikum með að gefa sendingar gegn hinni kraftmiklu og áræðnu vörn Miami, sem refsuðu jafnan með körfu úr hraðaupphlaupum.
San Antonio Spurs vinna seríuna ef þeir halda niðri fjölda tapaðra bolta, ef þeir ná að halda aftur af LeBron James og bekkurinn þeirra heldur áfram að blómstra!
Nokkrar tölur úr úrslitakeppninni hjá San Antonio
Tony Parker 17,2 stig (48,7%), 4,9 stoðsendingar
Tim Duncan 16,5 stig (51,3%), 8,9 fráköst, 1,39 blokk
Manu Ginobili 14,3 stig (42,3%), 4,1 stoðsending
Spurs hefur skorað 106,6 stig og fengið á sig 96,6 að meðaltali í úrslitakeppninni
Mín spá
Eins og ég nefndi áðan þá væri frábært að fá sjö leikja seríu og ef Parker getur beitt sér þá má vonast eftir því! Ég ætla að brjóta útaf vananum í þetta skiptið og spá Miami sigri í sex leikjum, þar sem LeBron James mun vera of stór biti fyrir San Antonio liðið í lokaleiknum.
Miami Heat – NBA meistari 2014
Hannes Birgir Hjálmarsson
Fréttir