spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaHamar vísar ásökunum um ,,upplifun um hatursorðræðu“ til föðurhúsana

Hamar vísar ásökunum um ,,upplifun um hatursorðræðu“ til föðurhúsana

ÍA sendi fyrr í dag frá sér yfirlýsingu þess efnis að félagið harmaði og fordæmdi með öllu hegðun starfsmanns Hamars sem að þeirra sögn fékk óáreittur og ítrekað að áreita leikmenn þeirra á meðan leik þeirra í fyrstu deild karla stóð í gærkvöldi. Samkvæmt yfirlýsingu þeirra átti leikmaður þeirra Jalen Dupree meðal annars að hafa upplifað haturorðræðu í sinn garð á meðan leik stóð.

Hamar hefur nú í yfirlýsingu vísað ásökunum ÍA til föðurhúsana, en samkvæmt þeim var leikmaður ÍA réttilega rekinn á dyr eftir að hafa reiðst við því að vera sagt að halda kjafti þegar hann reyndi að eiga samskipti við starfsmann á vegum Hamars á meðan leik stóð.

Yfirlýsinguna Hamars má lesa hér fyrir neðan.

“Yfirlýsing frá stjórn körfuknattleiksdeildar Hamars

Stjórn körfuknattleiksdeildar Hamars vísar ásökunum um ,,upplifun um hatursorðræðu“ til föðurhúsana, þær ásakanir eiga sér enga stoð í því sem raunverulega fór á milli starfsmanns og leikmanns ÍA í leik liðana í gær. Í byrjun seinni hálfleiks æstust leikar með þeim afleiðingum að leikmaður ÍA gekk að starfsmönnum Hamars utan vallar og talaði niður til ákveðins leikmanns Hamars. Starfsmanni á leik urðu á þau mistök að svara leikmanni ÍA með orðunum ,,Shut the f**k up“ leikmaður ÍA brást hinn versti við þeim ummælum og var í kjölfarið réttilega rekinn útúr húsi fyrir sína framkomu.

Stjórn körfuknattleiksdeildar Hamars ítrekar að kynþáttur leikmannsins kom hvergi við sögu en biðst engu að síður afsökunnar á að starfsmaður hafi svarað leikmanni ÍA. Þessi framkoma er hvorki starfsmanni né leikmanni til fyrirmyndar.”

Fréttir
- Auglýsing -