spot_img
HomeFréttirHamar sendir Rendon heim

Hamar sendir Rendon heim

Kvennalið Hamars hefur ákveðið að segja upp samningi sínum við Andrina Rendon en leikmaðurinn mun ekki hafa þótt staðið undir væntingum forsvarsmanna í Frystikistunni.
 
 
Leit er hafin af eftirmanni Rendon sem var með 20,3 stig og 8,5 fráköst að meðaltali í leik en Hamar vermir botn Domino´s deildar kvenna ásamt KR og nýliðum Breiðabliks.
 
Óvíst er hvort nýr leikmaður verði kominn í stað Rendon fyrir næsta miðvikudag en þá mætast Hamar og Keflavík í Blómabænum.
  
Fréttir
- Auglýsing -