Kvennalið Hamars hefur ákveðið að segja upp samningi sínum við Andrina Rendon en leikmaðurinn mun ekki hafa þótt staðið undir væntingum forsvarsmanna í Frystikistunni.
Leit er hafin af eftirmanni Rendon sem var með 20,3 stig og 8,5 fráköst að meðaltali í leik en Hamar vermir botn Domino´s deildar kvenna ásamt KR og nýliðum Breiðabliks.
Óvíst er hvort nýr leikmaður verði kominn í stað Rendon fyrir næsta miðvikudag en þá mætast Hamar og Keflavík í Blómabænum.