8:55
{mosimage}
Þegar rýnt er í tölfræði má oft sjá athyglisverða hluti. Karfan.is hefur borið saman tölfræði tveggja leikmanna Hamars/Selfoss fyrir og eftir komu George Byrd til liðsins og sést þar að hann hefur breytt þónokkru fyrir þessa tvo að minnsta kosti.
Fyrir komu Byrd var Friðrik Hreinsson að hitta úr 40% tveggja stiga skota sinna og 21,4% þriggja stiga og að skora 6,3 stig að meðaltali í leik. Eftir komu Byrd hefur hann bætt sig lítillega í tveggja stiga skotunum, er nú með 48,7% nýtingu en veruleg breyting hefur orðið á þriggja stiga nýtingu og skori hans. Í leikjum sem Byrd hefur leikið með liðinu hefur Friðrik hitt úr 45,7% þriggja stiga skota sinna og skorað 16,7 stig að meðaltali í leik.
Annar leikmaður sem nýtingin hefur breyst hjá við komu Byrds er Hallgrímur Brynjólfsson. Fyrir komu Byrd var hann með 40% nýtingu í tveggja, 16,7% í þriggja og var að skora 4,3 stig að meðaltali í leik. Eftir að Byrd hóf að leika með liðinu hefur Hallgrímur hitt úr 7% tveggja stiga skota sinna en 47,6% þriggja stiga og skorað 6,2 stig í leik.
Texti: [email protected]
Tölfræði: Ragnar Gunnarsson [email protected]
Mynd: www.skallagrimur.is