Hallveig Jónsdóttir hefur ákveðið að söðla um og mun koma til með að spila með Keflavík á komandi tímabili. Hallveig sem uppalin er í Kópavoginum hjá Breiðablik spilaði síðustu þrjú ár með liði Vals í úrvalsdeildinni. Hallveig hefur verið viðloðandi öll yngri landslið Íslands og á síðasta tímabili skilaði hún 7 stigum, á leik fyrir Valsstúlkur. Hallveig gerði samning við Keflavík uppá næstu tvö árin.
Mynd: Sævar Sævarsson yfir samningatæknir hjá Keflavík handsalar samningi við Hallveig.