spot_img
HomeFréttirHálfleikstölur: Haukar og Grindavík leiða í hálfleik

Hálfleikstölur: Haukar og Grindavík leiða í hálfleik

20:12
{mosimage}

(Grindvíkingar eru að stinga Snæfell af í Röstinni)

Tveir leikir eru nú í gangi í úrslitakeppnum Iceland Express deildanna. Í kvennaflokki eigast við KR og Haukar í sinni annarri viðureign um Íslandsmeistaratitilinn þar sem Haukar leiða 33-34 í hálfleik í DHL-Höllinni. Hildur Sigurðardóttir er komin með 20 stig og 6 fráköst í liði KR en hjá Haukum er Monika Knight með 11 stig.

Í Röstinni í Grindavík eigast við heimamenn og Snæfell í sínum fyrsta leik í undanúrslitum karla þar sem Grindvíkingar leiða 72-48 þegar síðari hálfleikur er rétt hafinn. Þegar litið er á liðsskipan Grindavíkur í kvöld sést að þeir leika án Páls Axels Vilbergssonar sem hefur verið að glíma við meiðsli undanfarið og hvíldi m.a. í síðasta deildarleik Grindavíkur gegn ÍR.

Nánar síðar…

Fréttir
- Auglýsing -