11:00
{mosimage}
(Gunnar í leik með Ármanni á síðustu leiktíð)
Keflvíkingurinn Gunnar Stefánsson hefur tekið þá ákvörðun að leika með sínu gamla liði á næstu leiktíð. Gunnar sem er 29 ára gamall hefur leikið allan sinn feril með Keflavík að síðustu tveimur undanskildum. Hann hóf tímabilið 2006-2007 með KR en skipti svo á miðju tímabili yfir í Hauka. Hann lék svo með Ármanni í 1. deildinni í fyrra. Frá þessu er greint á heimasíðu Keflavíkur.
Gunnar er eins og margir Keflvíkingar margfaldur Íslandsmeistari en hann vann titilinn með Keflavík 2003, 2004 og 2005.
Gunnar er 10. leikjahæsti leikmaður Keflvíkinga frá upphafi og á að baki 377 leiki.
Emil Örn Sigurðarson
Mynd: [email protected]