spot_img
HomeFréttirGunnar Einarsson með Keflavík á ný

Gunnar Einarsson með Keflavík á ný

Gunnar Einarsson fyrrum skotbakvörður þeirra Keflvíkinga hefur ákveðið að rífa skóna af hillunni frægu og spila með liði Keflvíkinga nk. vetur. Þetta var tilkynnt á heimasíðu Keflavíkur nú í kvöld.
 
Gunnar hætti að spila árið 2011 og var þá að skora einhver 10 stig á leik fyrir Keflvíkinga en var einnig hörku varnarmaður sem mörgum sóknarmanninum þótti ekkert sérlega þægilegt að spila gegn. 
 
“Eftir að ég hætti þá hef ég alltaf fengið að vita það að ég er velkominn aftur í liðið og viðurkenni það alveg að í hvert skipti sem úrslitakeppnin byrjar langar mig inná parketið og henda mér á eftir boltanum, taka þátt í baráttunni.” sagði Gunnar í snörpu viðtali við Karfan.is
 
“Ég geri fastlega ráð fyrir því að ég þurfi að sanna mig eins og allir í liðinu til þess að fá að spila, ég ætla mér að koma með hjarta og baráttu inní leikinn eins og ég hef gert hingað til” bætti Gunnar við. 
 
Óhætt er að segja að Gunnar sé með sinn skrokk í ágætis formi en hann starfar sem einkaþjálfari og hefur verið ansi duglegur á því sviði. “Eftir að ég hætti þá er ég búinn að æfa eins og íþróttamaður og hef haldið mér vel við og passað uppá mataræðið, eitthvað sem allir íþróttamenn ættu að gera hvort sem þeir eru spilandi eða hættir.” sagið Gunnar að lokum.
 
Fréttir
- Auglýsing -