Hinn margrómaði harðjaxl þeirra Keflvíkinga, Gunnar Einarsson hefur hafið æfingar með liðið Njarðvíkur en hans fyrsta æfing var í gærkvöldi með liðinu. Ekki fékkst staðfest um hvort Gunnar væri að prófa sig áfram eða hann ætlaði sér að taka skóna fram að nýju. Njarðvíkingar eru sem stendur í harðri baráttu í bikarkeppninni og koma til með að mæta Reynismönnum í Sandgerði í næstu umferð. Líkast til hefði þessi frétt átt að byrja á því að um er að ræða B-lið þeirra Njarðvíkinga.
Annar baráttuhundur, Halldór Karlsson sem gerði "hnefa í loft" fagnið ódauðlegt hér fyrir nokkrum árum síðan, brá á það ráð að skjalfesta þennan atburð en myndin er tekin fyrir æfinguna í gærkvöldi. Ekki náðist í Gunnar við vinnslu fréttarinnar.