Grindavíkurbræðurnir Jón Axel og Ingvi Þór Guðmundssynir verða við stýrið á Snapchat-reikningi Karfan.is í dag en þeir bræður leika með Church Farm miðskólanum í Bandaríkjunum.
Í kvöld er fyrsti heimaleikur Church Farm á tímabilinu þegar Valley Forge Millitary Academy mætir í heimsókn. Church Farm hefur þegar leikið tvo leiki, sá fyrri vannst 64-41 þar sem Jón Axel var með 29 stig og Ingvi bætti við 2 stigum. Seinni leikurinn var ósigur 61-59 þar sem Jón Axel gerði 21 stig og Ingvi 4.
Fylgist með þeim bræðrum á Snapchat í dag – karfan.is