spot_img
HomeFréttirGuðlaug fyrst til að hljóta Áslaugarbikarinn

Guðlaug fyrst til að hljóta Áslaugarbikarinn

Lokahóf yngri flokka UMFN fór fram á dögunum. Um árabil hafa Njarðvíkingar afhent Elfarsbikarinn en á síðasta lokahófi afhentu Njarðvíkingar í fyrsta sinn Áslaugarbikarinn en hann hlaut Guðlaug Björt Júlíusdóttir. Þá var það Magnús Már Traustason sem hlaut Elfarsbikarinn.
 
 
Á heimasíðu Njarðvíkinga segir:
 
Magnús Már Traustason hlaut svo Elfarsbikarinn í ár en þetta er í fyrsta sinn sem Elfarsbikar er einungis fyrir leikmenn karlamegin og nú er Áslaugarbikar gefinn kvennamegin og það var Guðlaug Björt Júlíusdóttir sem hlaut hann fyrst allra.
 
Það var Jón Þór Elfarsson, sonur Elfars heitins Jónssonar sem afhenti Magnúsi Elfarsbikarinn.
 
Áslaugarbikarinn er gefinn af fjölskyldu Áslaugar Óladóttur sem lést árið 2000 en Áslaug var leikmaður í yngri flokkum félagsins og einnig virk í starfi Unglingaráðs í sjoppunni í Ljónagryfjunni.  Unglingaráð ákvað í samráði við Einar Árna Jóhannsson yfirþjálfara að veita báðum kynjum bikar fyrir efnilegasta leikmann félagsins og stakk Einar Árni upp á því að athuga hug fjölskyldu Áslaugar gagnvart því að gefa bikar og heiðra minningu öflugs félagsmanns.  Svo fór að fjölskyldan tók þessari bón fagnandi og komu foreldrar Áslaugar og systkini og afhentu bikarinn í fyrsta sinn.
 
Magnús Már er fæddur árið 1996 og leikur með drengja- unglinga- og meistaraflokki félagsins. Hann er auk þess leikmaður í U18 landsliði Íslands sem hlaut silfurverðlaun á Norðurlandamótinu í Solna.
 
Guðlaug Björt er einnig fædd 1996 og hún hefur verið í stóru hlutverki í stúlknaflokki, unglingaflokki kvenna og meistaraflokki félagsins í vetur.  Guðlaug Björt er einnig búin að vera í yngri landsliðum Íslands á síðustu árum og lék með U18 kvenna á NM 2014.
 
 
  
Fréttir
- Auglýsing -