Einn sterkasti varnarmaðurinn í íslenskum kvennakörfubolta stendur nú á tímamótum. Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir sem undanfarin ár hefur getið sér gott orðspor sem einn harðskeyttasti leikmaður íslenska boltans ætlar að hvíla sig á körfuknattleik og hefur ekki hugmynd um hvenær eða hvort hún fari af stað aftur. Hvað hefur heltekið Guðrúnu svo karfan er komin á hliðarlínuna í augnalbikinu, jú… lyftingar og sjálf hefur hún ekki hugmyndum hvernig hlutirnir æxluðust svona.
,,Jú ég er bara komin á fullt í kraftlyftingar og ætla að "hvíla" körfuna, hef ekki hugmynd um hve lengi eða hvort ég byrja einhverntíma aftur,“ sagði Gróa þegar Karfan.is hafði samband og okkur lá á að vita hvaða stefnu leikmaðurinn væri að taka á sínum ferlin.
,,Núna er ég í það minnsta með hugann allan við lyftingarnar. Það var inn í myndinni að fara á HM unglinga í byrjun september en ég er eiginelga hætt við að fara þangað, finnst bara of stutt þangað til og af því ég verð ennþá í unglingaflokk á næsta ári ætla ég frekar að einbeita mér að EM og HM þá og ná mér í meiri keppnisreynslu hér heima,“ sagði Gróa sem kemur ekki fingri á hvað veldur þessari ákvörðun.
,,Ég hef eiginlega ekki hugmynd um hvernig þetta æxlaðist svona. Hef alltaf verið mikið að lyfta og þykir það mjög gaman. Keppti svo í vetur og þá var eiginlega ekki aftur snúið, ekki síst þegar ég hef möguleika á að fara á stórmót sem ég held að hljóti að vera draumur flestra íþróttamanna,“ sagði Gróa en sá draumur hefur lengi verið fjarlægur íslensku körfuboltafólki.
Ákvörðun Gróu var engan vegin auðveld enda búin að skolast um á meðal bestu liða og leikmanna landsins í nokkur ár í Iceland Express deild kvenna.
,,Auðvitað var þetta ekki auðvelt enda hef ég varla farið út úr Frostaskjólinu síðan ég byrjaði að spila fyrir KR, kynnst og unnið með alveg haug af frábærtu fólki sem ég á eftir að sakna mikið. En það er kannski ekki alveg farið að kikka inn strax þar sem æfingarnar í körfunni eru ekki byrjaðar en það verður pottþétt mjög skrítið í vetur að vera bara uppi í stúku á leikjunum. En eftir síðasta tímabil fannst mér ég þurfa eitthverja breytingu. Ég hef mikinn metnað fyrir því sem ég tek mér fyrir hendur. Mér finnst ég ekki geta verið í bæði lyftingunum samhliða körfunni og náð sem bestum árangri og núna trúi ég því að ég geti náð lengra í lyftingunum en körfunni og ætla að láta reyna á það,“ sagði Gróa en heldur hlutunum opnum þó komið sé að pásu í körfunni.
,,Eins og ég segi þá er þetta ekki endilega eitthverlífstíðar ákvörðun en meðan ég hef gaman af lyftingunum og vel gengur þá líður mér vel.“