spot_img
HomeFréttirGrindavík meistari meistaranna 2012

Grindavík meistari meistaranna 2012

Íslandsmeistarar Grindavíkur bættu við rós í hnappagat sit í kvöld þegar liðið varð meistari meistaranna í karlaflokki eftir sigur á bikarmeisturum Keflavíkur.
Grindavíkingar byrjuðu leikinn vel og tóku góða rispu á upphafsmínútunum og komust yfir 13-2. Keflavík kom til baka og var leikurinn jafnari þær 5 mínútur sem voru eftir af fyrsta leikhluta. Lauk honum 26-23 Grindavík í vil.
 
Lítið var skorað í 2. leikhluta en þegar 2 mínútur voru eftir af leikhlutunum var staðan 34-35. Endaði leikhlutinn þó 42-41 Grindavík í vil. Mikið var um tapaða bolta í fyrri hálfleik. Grindavík var með 12 tapaða bolta á móti 10 töpuðum boltum Keflavíkur. ?
 
Í hálfleik var Sigurður Gunnar Þorsteinsson stigahæstur Grindvíkinga með 15 stig og Aaron Broussard með 12 stig. Hjá Keflvíkingum voru stigin þó frekar jöfn, Darrel Lewis með 11 stig, Kevin Glitner með 8 stig, Valur Orri Valsson með 7 stig og Magnús Gunnarsson með 6 stig. ?
 
Grindavík hélt forystunni allan síðari hálfleik. Keflvíkingar brutu mikið sem gerði það að verkum að flest stig Grindvíkinga komu úr vítum í 3. leikhluta. Aaron Broussard átti góðan leikhluta þar sem hann skilaði 15 stigum fyrir Grindvík. Staðan eftir leikhlutann var orðin 70-56.?
 
Keflvíkingar voru komnir í villuvandræði í 4. leikhluta sem var ekki að hjálpa þeim við að komast yfir gegn Grindvíkingum. Sigur Grindvíkinga virtist því aldrei í hættu en þó náðu Keflvíkingar að minnka muninn niður í sex stig 85-79 þegar 2 mínútur voru eftir af leiknum en þeir náðu ekki að halda því við og endaði leikurinn 92-83 Grindvíkingum í vil. Voru Grindvíkingar því krýndir meistarar meistaranna í lok leiks í Röstinni.  ?
 
Stigahæstir fyrir Grindvíkinga voru Aaron Broussard með 36 stig og 7 fráköst og Sigurður Gunnar Þorsteinsson með 21 stig og 7 fráköst.?
 
Stigahæstir Keflavíkur megin voru Darrel Lewis með 17 stig 6 fráköst og 5 stoðsendingar, Valur Orri Valsson með 15 stig og 5 stoðsendingar, Magnús Gunnarsson með 15 stig og Kevin Glitner með 14 stig.
 
 
 
Mynd með frétt/ vf.is – Grindavík er meistari meistaranna 2012.
Umfjöllun/ Jenný Ósk
Fréttir
- Auglýsing -