spot_img
HomeFréttirGrindavík Íslandsmeistari 7. flokks drengja

Grindavík Íslandsmeistari 7. flokks drengja

Grindavík varð á dögunum eitt af fyrstu félögum til þess að tryggja sér Íslandsmeistaratitil þetta tímabilið þegar að 7. flokkur drengja þeirra tryggði sér titilinn.

Í lokamótinu unnu þeir alla fjóra leiki sína gegn KR 60-28, gegn Haukum 46-37, gegn Breiðablik 52-39 og gegn Stjörnunni 54-37. Breiðablik endaði í öðru sæti, einum sigurleik frá titlinum.

Hér fyrir ofan má sjá mynd af sigurliðinu með þjálfara sínum Unndóri Sigurðssyni.

Mynd / KKÍ

Fréttir
- Auglýsing -