spot_img
HomeFréttirGrindavík í fjórða sæti eftir sigur í Borgarnesi

Grindavík í fjórða sæti eftir sigur í Borgarnesi

Grindavík verður í fjórða sæti Dominos deildar karla yfir jólahátíðina. Þetta tryggði liðið með sigri á Skallagrím í Borgarnesi í kvöld. 

 

Gestirnir náðu fljótt forystunni í fyrsta leikhluta og ætluðu sér greinilega í gegnum Hvalfjarðargöngin með tvö stig í farteskinu. Grindavík leiddi nánast allan fyrri hálfleikinn en Skallagrímur var aldrei langt á eftir. Heimamenn komust svo fyrsta skiptið yfir í leiknum þegar flautað var til hálfleiks 43-42.

 

Stemmningin og neistinn sem einkennt hefur Skallagrím hingað til í Dominos deildinni var ekki til staðar í seinni hálfleik. Grindavík seig fram úr þar sem frábær skotnýting Ólafs Ólafssonar var mikilvæg auk gríðarlega stöðugrar frammistöðu liðsins. 

 

Grindavík jók svo forystu sína hægt og bítandi með leiknum og hafði að lokum góðan fimmtán stiga sigur. Skallagrímur tapaði því fyrsta heimaleik sínum í nærri tvo mánuði og Grindavík komst aftur á sigurbraut eftir tap gegn Tindastól í síðustu umferð. 

 

Tölfræði leiksins

 

Skallagrímur-Grindavík 80-95 (23-26, 20-16, 17-28, 20-25)

 

Skallagrímur: Flenard Whitfield 28/15 fráköst, Darrell Flake 19/6 fráköst, Sigtryggur Arnar Björnsson 16/6 sto?sendingar, Eyjólfur Ásberg Halldórsson 6, Daví? Ásgeirsson 5, Kristófer Gíslason 4, Kristján Örn Ómarsson 2, Bjarni Gu?mann Jónson 0, Hjalti Ásberg Þorleifsson 0, Magnús Þór Gunnarsson 0, Daví? Gu?mundsson 0, Sumarli?i Páll Sigurbergsson 0.

 

Grindavík: Lewis Clinch Jr. 20/8 fráköst/9 sto?sendingar, Ólafur Ólafsson 19/8 fráköst, Dagur Kár Jónsson 17/4 fráköst, Þorsteinn Finnbogason 12/6 fráköst, Þorleifur Ólafsson 10, Ingvi Þór Gu?mundsson 9, Ómar Örn Sævarsson 8/8 fráköst, Sverrir Týr Sigur?sson 0, Magnús Már Ellertsson 0, Kristófer Breki Gylfason 0, Hamid Dicko 0, Nökkvi Már Nökkvason 0.

 

Viðtal við Finn Jónsson þjálfara Skallagríms:

 

Myndasafn: Gunnlaugur Auðunn Júlíusson

 

 

Fréttir
- Auglýsing -