spot_img
HomeFréttirGrindavík hélt Blikum á núllinu í öðrum

Grindavík hélt Blikum á núllinu í öðrum

20:57

{mosimage}

Nú er lokið fyrri leik kvöldsins Reykjanes Cup Invitational en leikið er í Grindavík í kvöld. Heimamenn lögðu Blika örugglega 84-53. Rétt í þessu var að hefjast leikur Njarðvíkur og Stjörnunnar.

Blikar byrjðu betur á móti Grindavík í kvöld og leiddu 21-15 eftir fyrsta leikhluta en þá skelltu heimamenn í lás svo um munaði, unnu annan leikhluta 20-0. Páll Axel Vilbergsson skoraði 13 stig yfir Grindavík í kvöld, Brenton Birmingham 12, Þorleifur Ólafsson 10, Ómar Sævarsson 9 auk þess að taka 14 fráköst. Aðrir skoruðu minna.

Maraþonhlauparinn Arnar Pétursson skoraði 11 stig fyrir Blika eins og Rúnar Pálmarsson en næstur þeim kom Þorsteinn Gunnlaugsson með 8 stig og aðrir minna.

Grindvíkingar hafa því lokið leikjum sínum í riðlakeppninni, unnu einn og töpuðu einum en á morgun mætast Snæfell og Breiðablik í Keflavík og vinni Snæfell leika þeir til úrslita en takist Blikum að vinna þá ráða innbyrðis úrslit lokastöðunni.

[email protected]

Mynd: [email protected]

 

Fréttir
- Auglýsing -