spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaGrindavík grillaðir í N1 höllinni

Grindavík grillaðir í N1 höllinni

Næst síðasta umferð Bónusdeildar karla hófst í kvöld. Fyrir utan fallliðin þá er mikil spenna á öðrum vígstöðum. Valsmenn tóku á móti Grindavík, en bæði lið eru í harðri baráttu um heimavallarétt í fyrstu umferð. Grindavík var án Kane og Óla Ólafs og munar það um minna. Það var vel mætt af bæði heimafólki og gestum. Leikurinn varð aldrei spennandi því Valsmenn bara völtuðu yfir vængbrotna Grindvíkinga, lokatölur 99-80

Valsmenn byrjuðu betur og settu fyrstu fimm stigin í leiknum, þeir höfðu mjög góðar gætu á Pargo og tví- og þrímenntu á hann þegar hann fór af stað. Grindavík gekk ílla að ráða við sóknarleik Vals og var Arnór Tristan kominn með þrjár villur áður en leikhlutinn var hálfnaður.  Það var samt eins og Grindavík langaði ekki að taka fráköst og tók Valur einhver fjögur fráköst í sömu sókninni og í tvígang tók sá sem skaut frákastið. Þá tók Jói tímabært leikhlé. Valur leiddi 25-11.

Það var jafnræði til að byrja með á liðinum í upphafi annars leikhluta, að einhverju leyti voru það skrautleg þriggja stiga skot sem Valur fór að taka, sum fór niður en sum ekki. Sóknarleikur Grindavíkur var aðeins beittari en það var lítil sem engin vörn spiluð. Þegar það tvennt fer saman, þá má búast við flengingu af jafn rútíneruðu og vægðarlausu liði eins og Valur er.  Valsmenn leiddu með 25 stiga mun í hálfleik, 53-28.

Maður bjóst við Grindvísku geðveikinni í seinni hálfleik, en hann byrjaði sko ekki þannig. Valur setti nður fyrstu fimm stigin og Pargo fékk tæknivillu.Þá setti Arnór niður góðan þrist. En það sló Valsmenn ekki útaf laginu, þeir skoruðu nánast þegar þeir vildu.  Gestirnir réðu ekkert við sterkan varnarleik heimamanna og voru unir á öllum sviðum körfuboltans. Undir lokin vöknuðu Grindavík loksins og stuðningsmennirnir með þegar Pargo sýndi loksins gæði sín, en það dugði skammt, Valur leiddi eftir þrjá leikhluta 84-51.

Síðasti leikhlutinn var aldrei spennandi, Grindavík vissulega reyndu hvað þeir gátu að minnka muninn.  Byrjuðu leikhlutann betur, það örlaði á kæruleysi hjá Valsmönnum í sókninni og gestirnir gengu á lagið.  Þeir voru þó ennþá út á túni þegar kom að varnarleik. Valsmenn sigdlu þessu í rólegheitum heim 99-80.

Hjá Val var Badmus atkvæðamestur með 27 stig og 10 fráköst, Adam kom næstur með 16 stig, Booker kom með sterka innkomu og setti 15 stig. Prango var stighæstur gestana með 18 stig, en hann gerði einnig ótal tæknifeila. Nökkvi Már setti niður 13 stig.

Næsti leikur Valsmanna er í VÍS bikarkeppninni, 19. mars í Smáranum, þegar þeir mæta Keflavík. En síðasta umferðin fer fram 27. mars, þá heimsækja Valsmenn Tindastól og Grindavík fær KR í heimsókn.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -