spot_img
HomeFréttirGrindavík batt enda á sigurgöngu Hauka

Grindavík batt enda á sigurgöngu Hauka

Grindavík lagði Hauka í kvöld í Ólafssal, 77-83. Eftir leikinn eru Haukar í 3. sæti deildarinnar með 28 stig á meðan að Grindavík er í 6. sætinu með 12 stig.

Fyrir leik

Í lið Grindavíkur vantaði þær Edyta Ewa og Jenný Geirdal á meðan hjá Haukum var Keira Robinson ennþá frá. Haukar þó búnar að ná í Haiden Denise Palmer á nýjan leik, en hún hafði farið frá liðinu í janúar.

Byrjunarlið:

Haukar: Helena-Eva Margrét-Tinna-Jana-Elísabet

Grindavík: Robbi-Thea-Hulda-Hekla-Natalia

Gangur leiks

Grindavík byrjar á þrista veislu og setur þrjá strax í byrjun en bikarmeistararnir virka á hælunum. Það er svo sem þekkt stærð að bikarliðið á í erfiðleikum í fyrsta leik eftir að hafa hampað titli en Helena heldur bikarmeisturunum á floti með flottum stoðsendingum frá Jönu.

Haiden kemur inn á ásamt Bríet og Lovísu Björt. Leikurinn að jafnast eftir góða byrjun Grindavíkur og leikhlé Grindavíkur þegar tæpar 3 mínútur eru eftir af 1 leikhluta.

Staðan eftir 1 leikhluta: 18-22 fyrir Grindavík

Bríet-Haiden-Lovísa-Eva Margrét og Sólrún byrja annan gegn Örnu-Robbi-Huldu-Natalíu og Önnu.

Low post að gefa Haukum ásamt fínum skotum frá Lovísu Björt að utan en Hauka stelpurnar spila vel saman en Grindavík ferskar á fótunum og setja pressu á Haukana og halda þetta tveggja til fjögurra stiga forystu.  Lítið skorað og lítið um flugelda framan af. Agnes Fjóla og Haiden koma inn á hjá Haukum þegar rúmar 4 mínútur eru eftir af leikhlutanum. Haiden ekki að setja skotin en ákveðin fylling af henni í vörninni en hún er langt frá því að virka tilbúin en Agne Fjóla með flotta innkomu og setur tvo mikilvæga þrista og breikkar bekkinn hjá Haukum enda að spila lítið hingað til en enn einn ungi leikmaðurinn sem er að nýta tækifærið vel og því ber að fagna.

Grindavík yfir 41-35 í hálfleik og má það kallast vel sloppið fyrir Hauka bikarmeistararnir ekki litið út fyrir að vera mætt á köflum.

Seinni hálfleikur byrjar eins og fyrri með frekar klaufalegum tilburðum beggja liða en hittni Hauka arfa slök og Grindavík ekki að gera neinar rósir heldur.  EInbeitningarleysi og mistök einkenna Hauka en hittni þeirra er 26% og Grindavík spilar betur og betur sem á líður og ná 13 stiga forystu þegar lítið er eftir af þriðja.  Haukar alls ekki að sýna spilamennsku sem neitt lið vill sýna sem stefnir hraðbyr í úrslitakeppni en Grindavík spilar pressulaust enda verma þær neðri hlutann og spila með gleðinni.

Grindavík leiðir 63-50 fyrir fjórða og eitthvað mikið þarf til þess að Haukar nái að spila sig inn í leikinn en litlu hlutirnir eru að fara í taugarnar á Hauka liðinu sem þarf að spila betur í mótlætinu ef ekki á illa að fara í úrslitakeppninni.

Thea, Hulda og Robbi bestu leikmenn vallarins og Thea hreinlega að kveikja í netinu á köflum en takið eftir að allir upptaldir leikmenn eru í liði Grindavíkur enda leiða þær með 14 stigum og ekkert að gefa eftir. Helena hefur vermt bekkinn og ætti að koma vel hvíld inn á fljótlega enda er það nauðsynlegt að fá leiðtoga sinn inn á fljótlega ef ekki illa að fara.

7:34 leikhlé og Grindavík leiðir 57-69, Jana tekur inn á fyrir Bríeti en enn engin Helena. Haukakonur eru áhorfendur í eigin leik að virðist og stefnulausar.  4:41 og Haukar setja 8 stig í röð og von kviknar en Helena ekki inná en samt líf að kvikna hjá þeim. Lovísa Björt mötuð inn í og heldur lífi í Haukum en Grindavík nær hraðaupphlaupi og villu í leiðinni sem kemur þessu í tíu stigin aftur.  Helena spilaði ekkert í seinni hálfleik en það verður ekki tekið af Grindavík að þær eru að gefa ungu stúlkunum tækifæri og það er farið að skila sér í úrvalsdeildar frammistöðu hjá Theu, Heku og Huldu og það verður að segjast eins og er að það er virkilega vel að verki staðið að koma í þennan leik á annars erlends leikmanns og Jennýjar Geirdal og vinna Hauka sem ætla sér titilinn.  

Lokastaðan: 77-83 fyrir Grindavík

Kjarninn

Niðurstaða leiksins er að Hauka stúlkur komu ryðgaðar inn í þennan leik og mögulega með þreytta fætur enda nýbúnar að spila tvo stóra leiki sem gaf þeim bikar en betur má ef duga skal og þær þurfa virkilega að vinna í andlegu hliðinni og vera sterkari gegn mótlætinu sem boltinn bíður upp á. 

Grindavík vann verðskuldaðan sigur á bikarmeisturunum án tveggja leikmanna en það munar líka um Keiru og að mestu var Helena frá hjá Haukum.

Tölfræði leiks

Myndasafn (Márus Björgvin – Væntanlegt)

Myndasafn (Ingibergur Þór – Væntanlegt)

Fréttir
- Auglýsing -