spot_img
HomeFréttirGriffin í lykilhlutverki í sínum fyrsta leik

Griffin í lykilhlutverki í sínum fyrsta leik

 

 

Bla­ke Griff­in lék sinn fyrsta leik fyrir Detroit Pistons í nótt.  Kappinn var í lykilhlutverki þegar hann skoraði 24 stig og tók 10 frá­köst í naumum sigri liðsins gegn Memp­his, 104:102. Andre Drummond skoraði 14 stig og tók 15 frá­köst fyr­ir Detroit sem er í slagsmálum um síðasta sætið í úrslitakeppninni í Aust­ur­deild­inni.  Marc Gasol var at­kvæðamest­ur í liði Memp­his með 19 stig og 14 frá­köst.

 

Í slagsmálunum um Texas ríki voru það Hou­st­on Rockets sem unnu sig­ur á San Ant­onio Spurs, 102:91, í  NBA-deild­inni í nótt.

 

James Har­den, sem fyrr í vik­unni skoraði 60 stig fyr­ir Hou­st­on, "dempaði sig" aðeins niður eftir þann stórleik, en hlóð samt sem áður í myndarlega tvennu. Hann skoraði 28 stig, gaf 11 stoðsend­ing­ar. Ger­ald Green skoraði 15 stig fyr­ir Hou­st­on og Cl­int Cap­ela 14. Danny Green var stiga­hæst­ur hjá SA Spurs með 22 stig.

 

Bradley Beal gerði sér lítið fyrir og skoraði 27 af 29 stigum sínum í síðasta fjórðung fyrir Washington Wizards sem sigruðu lið Toronto Raptors 122:119.  8 leikmenn Wizards skoruðu tveggja stafa tölur í nótt en þetta er þriðji sigur liðsins í röð án John Wall sem gekkst undir hnífinn vegna hné meiðsla á miðvikudag. 

 

Úrslit­in í nótt:

Detroit – Memp­his 104:102
Den­ver – Okla­homa 127:124
SA Spurs – Hou­st­on 91:102
Washingt­on – Toronto 122:119
Minnesota – Milwaukee 108:89

Fréttir
- Auglýsing -