spot_img
HomeFréttirGrétar: Vonast til að þetta sé minniháttar

Grétar: Vonast til að þetta sé minniháttar

Grétar Ingi Erlendsson hefur verið fjarri góðu gamni undanfarið sökum bakmeiðsla. Grétar var t.d. fjarverandi þegar Þór Þorlákshöfn lá heima gegn Stjörnunni í síðustu umferð Iceland Express deildar karla.
Grétar lék fyrstu fjóra deildarleikina með Þór og gerði í þeim 7,8 stig og tók 4,3 fráköst að meðaltali í leik. ,,Ég er að vonast til að þetta sé minniháttar og ætla nú að reyna að harka þetta af mér og vera í búning í kvöld,“ sagði Grétar en Þórsarar fara í kvöld á erfiðan útivöll þegar þeir heimsækja Keflavík.
 
,,Maður tekur bara verkjalyf og bítur á jaxlinn ef maður getur en ég fer vonandi í röntgen á morgun og fæ þá betri hugmynd um hvað sé í gangi.“
 
Fréttir
- Auglýsing -