spot_img
HomeFréttirGrátlegt tap gegn Sviss

Grátlegt tap gegn Sviss

Ísland tapaði gegn Sviss í  í fjórða leik undankeppni Eurobasket sem fram fer þessa dagana.

 

Leikurinn var jafn framan af og varð munurinn aldrei meiri en nokkur stig. Íslenska liðið hitti illa úr opnum skotum en Sviss nýtti sín tækifæri vel.

 

Swiss náði forystu í seinni hálfleik þar sem þeir spiluðu verulega góðan varnarleik og höfðu svör við öllum aðgerðum Íslands.

 

Martin Hermannsson var stigahæstur með 19 stig en einnig átti Elvar Már frábæra innkomu með 16 stig.

 

Ísland er því búið að vinna tvo af fyrstu fjórum leikjum sínum á mótinu og fara með það inní síðustu tvo leikina gegn Kýpur og Belgíu sem báðir fara fram í Laugardalshöll.

Fréttir
- Auglýsing -