spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaGoran mættur til starfa í Borgarnesi - Nebo honum til aðstoðar í...

Goran mættur til starfa í Borgarnesi – Nebo honum til aðstoðar í vetur

Goran Miljevic er mættur til starfa í Borgarnesi þar sem hann mun stýra Skallagrím á komandi leiktíð í úrvalsdeild kvenna. Samkvæmt tilkynningu félagsins mun Nebosja Knezevic vera honum til aðstoðar, en Nebo er leikmaður karlaliðs félagsins.

Goran var ráðinn eftir að Guðrún Ósk Ámundadóttir sagði starfi sínu lausu sem þjálfari liðsins eftir síðasta tímabil. Goran er reynslumikill þjálfari sem hefur á feril sínum meðal annars þjálfað í Þýskalandi, Serbíu og nú síðast í Ísrael.

Tilkynning:

Goran Miljevic er mættur til starfa og bjóðum við hann velkominn í Borgarnes. Honum til aðstoðar verður Nebojsa Knezevic, en Nebo spilar jafnframt með meistarflokk karla hjá Skallagrím. Það er gríðarleg ánægja með þetta flotta teymi.

Fréttir
- Auglýsing -