spot_img
HomeFréttirGoran Jagodnik besti leikmaður meistaradeildarinnar í október

Goran Jagodnik besti leikmaður meistaradeildarinnar í október

 
Goran Jagodnik er besti leikmaður októbermánaðar í meistaradeild Evrópu en Jagodnik er 35 ára gamall leikmaður Union Olimpija frá Slóveníu. Jagodnik hefur verið helsti prímusmótor Olimpija í tveimur fyrstu sigrum liðsins í meistaradeildinni en viðlíka byrjun hefur liðið ekki átt í ein sjö ár.
 
Bæði gegn Efes Pilsen og Armani Jeans Milano fór Jagodnik mikinn á loksprettinum og var undirstaðan í sigri Olimpija. Af leikmönnum þeirra sjö liða sem unnið hafa tvo fyrstu leiki sína í meistaradeildinni er Goran Jagodnik þeirra atkvæðamestur í leikjunum með 20 stig og 18,5 í framlagsjöfnunni.

 
 
Fréttir
- Auglýsing -