Í gærkvöldi fengu Good Angels Kosice skell í meistaradeild kvenna þegar liðið mætti BLMA í Frakklandi. Lokatölur voru 83-65 BLMA í vil og eru nú þrjú lið efst og jöfn í C-riðli meistaradeildarinnar en þau eru BLMA, Rivas Ecopolis og Wisla Krakow. Good Angels eru í 4. sæti með 3 sigra og 3 tapleiki í riðlinum.
Helena Sverrisdóttir lék aðeins í fjórar mínútur í leiknum í gær og náði ekki að skora þar sem hún tók ekki skot á þessum fjórum mínútum.
Næsta viðureign Good Angels í meistaradeildinni er þann 23. nóvember næstkomandi gegn Frisco Brno.