spot_img
HomeFréttirGolfmót körfuboltamanna 2011

Golfmót körfuboltamanna 2011

 
Ríkharður Hrafnkelsson, mótsstjóri golfmóts körfuboltamanna, er að leggja lokahönd á undirbúningin fyrir mótið í ár og hér eru upplýsingar um það.
Hið árlega golfmót körfuboltamanna fer fram fimmtudaginn 16. júni í Vestmannaeyjum og verður ræst út af öllum teigum samtímis. Ræst verður út kl. 11:30 og er áætlaður leiktími um það bil 5 tímar.
 
Þátttakendum er bent á að kynna sér vel ferðir Herjólfs til og frá Eyjum inn á herjolfur.is. Fyrsta ferð frá Landeyjarhöfn err kl. 10:00.
 
Þátttökugjald er kr. 4.000.-
 
Þetta verður í fjórtánda sinn sem mótið fer fram, en mótið var fyrst haldið í Hólminum árið 1998.
 
Á mótið eiga erindi allir þeir sem einhvern tíman hafa komið nálægt körfubolta, sem leikmenn, dómarar, stjórnarmenn eða á einhvern annan hátt og eru að fikta við golfið. Makar eru að sjálfsögðu einnig velkomnir.
 
Leiknar verða 18 holu punktakeppnir, bæði með og án forgjafar, þar sem hámarksforgjöf verður 24 hjá körlum og 28 hjá konum.
 
Skráning og nánari upplýsingar er hjá Ríkharði Hrafnkelssyni í síma 660-3170 eða á tölvupóstfangi: [email protected]  
 
Að venju er öll aðstoð við útvegun verðlauna mjög vel þegin.
Fréttir
- Auglýsing -